boat

Fjarviðtal

Fjarfundur

Fjarheilbrigðisþjónusta - Fjarviðtöl

Fjarviðtöl eru 50 mínútna myndfundir þar sem þú átt samskipti við mig augliti til auglitis með öruggum hætti í gegnum internetið. Fjarviðtöl eru eins og viðtöl á stofu, eini munurinn er sá að þú átt samskipti við mig í gegnum netið. Hægt er að nota þau meðferðarform sem ég býð upp á jafnt á stofu sem í fjarviðtölum.

Kara Connect.

Ég nota Kara Connect til að veita fjarviðtöl. Kara Connect er örugg veflausn, sem byggir á viðurkenndum hugbúnaði til fjarskipta þar sem unnt er að eiga samskipti á aðgengilegan hátt. Kara Connect fylgir ýtrustu öryggiskröfum persónuverndar og er samþykkt af landlæknisembættinu. Fyrirkomulagið hentar vel þeim sem af einhverjum ástæðum eiga erfitt með að komast að heiman, svo sem vegna heilsufars, búsetu, samgangna eða annarra ástæðna(td. sóttkví eða einangrun), eins henta fjarviðtöl þeim sem vilja spara sér þann tíma sem fer í ferðir til og frá stofu, auk þess sem margir velja heldur að koma sér fyrir í eigin umhverfi þar sem þeim líður vel og eru öruggir.

Búnaður

Kara connect krefst ekki neins sérstaks búnaðar annars en myndvélar og hljóðnema í tölvu, sem i dag er innbyggt í flestar fartölvur og spjaldtölvur, samskonar búnaður og notast er við t.d á Skype og Messenger á Facebook sem margir kannast við. Flókið - nei, það er tiltölulega auðvelt að finna út úr hvernig á að bera sig að og ég mun leiða þig í gegnum það ferli þér að kostnaðarlausu.