boat

Umsagnir

Umsögn Handleiðara

Valgerður M. Magnúsdóttir byrjaði að tileinka sér EMDR áfallameðferð árið 2013 og byrjaði þá að vera hjá mér í hóphandleiðslu. Frá 2016 hefur hún svo verið í einkahandleiðslu hjá mér aðra hvora viku. Hún er flinkur meðferðaraðili sem hefur mikla næmni á líðan skjólstæðinga sinna, er úrræðagóð, velur viðeigandi meðferðarúrræði fyrir vanda skjólstæðings og vísar frá sér þeim málum sem hún telur betur eiga heima annars staðar. Hún er fagmanneskja sem er umhugað um að skjólstæðingar hennar nái árangri og leggur sig virkilega fram til að svo megi vera. Þá er hún með einstaklega hlýtt viðmót, skilningsrík, ljúf og brosmild. Hún fær mín allra bestu meðmæli og ég vísa oft á hana. Gyða Eyjólfsdóttir Ph.D Sálfræði www.salarafl.is

Umsagnir einstaklinga

Sorg

EMDR hjálpaði mér að vinna með erfiðar minningar tengdar missi, sorg og veikindum nákomins einstaklings í lífi mínu. Í mörg ár gat ég ekki hugsað um þessar minningar án þess að það helltist yfir mig sorg og kvíði, um að ég gæti þurft að ganga í gegnum álíka erfiða atburði aftur, svo erfiðar og ljóslifandi voru þessar minningar. Sorgin yfir því að viðkomandi væri ekki lengur mér við hlið var yfirþyrmandi. Eftir að hafa farið í EMDR vinnu get ég nú hugsað um þessara erfiðu minninga án þess að þessi vonda líðan hellist yfir mig. Ég sé þær ekki svona ljóslifandi. Í dag hef ég meira aðgengi að öðrum og góðum minningum tengdum þessum einstaklingi. Ég get hugsað til hans með þakklæti yfir því góða sem hann kom með inn í líf mitt. Ég get m.a. farið upp að leiði hans og fundið fyir þakklæti fyir allt það góða. Þökk sé EMDR meðferðinni.

EMDR

Síðan að ég byrjaði að hitta Valgerði sem notast við EMDR aðferðina hefur margt breyst hjá mér. Ég hef glímt við allskonar áföll frá æsku og í dag er ég alveg hætt að forðast þá staði þar sem sum af mínum áföllum áttu sér stað. Ég er svo þakklát fyrir að hafa kynnst þessari aðferð og að geta unnið svona djúpt með minningarnar sem hafa heft mig svo mikið í lífinu. Nú er ég farin að finna fyrir því að ég má alveg taka pláss á þessari jörð eins og aðrir 🙂

Heilsukvíði

Ég hef verið með háan blóðþrýsting í nokkur ár. Bara tilhugsunin um að lata mæla í mér blóðþrýstinginn olli mér streitu. Þannig að í öllum mælingum var hann of hár. Þetta olli mér enn meiristreitu og forðaðist ég að láta mæla hann, en eftir EMDR meðferð lækkaði blóðþrýstingurinn og mælirinn varð mér vinveittur. Blóðþrýstingsmælingar hafa verið eðlilegar síðan.

Missir

Eftir EMDR vinnu fann ég meiri kyrrð innra með mér, get hugsað um erfiða minningu án þess að finna fyrir sorginni, kvíðanum og vanmættinum.
Í dag get ég hugsað um atburðinn án þess að finna sársaukann sem áður fylgdi.
Ótrúlegt en satt.

Ótrúlega öflug meðferð

Ég hef verið í EMDR meðferð hjá Valgerði í marga mánuði núna og það er alveg magnað að finna hversu öflug þessi aðferð er.
Þegar að ég byrjaði að koma í viðtöl, höfðum við fjölskyldan lent í miklu áfalli, sem ég náði ekki að vinna úr.
En með frábærri hjálp EMDR og Valgerðar, komst ég út úr hræðsluvítahringnum strax og þá var hægt að vinna með það sem gerðist.
Ég hélt svo áfram að koma í meðferð eftir þetta, til þess líka að vinna á mörgum öðrum áföllum sem hafa dunið á mig í gegnum tíðina og hafa setið föst á sálinni.
Þetta er meðferð sem virkar og ég mæli eindregið með henni.