EMDR Meðferð
boat

Hugræn atferlismeðferð

„Hugsanir skipta ekki máli en það skiptir máli hvernig þú bregst við þeim‘‘

Adrian Wells 2009

Hugræn atferlismeðferð, yfirleitt stytt í HAM, er vel rannsökuð sálfræðimeðferð og margar rannsóknir hafa bent til að hún gagnist vel við kvíða og þunglyndi.

Meðferðin gengur í grunninn út á að vinna með túlkun okkar á atburðum, hvernig hugsanir okkar, hegðun og líkamleg viðbrögð hafa áhrif á líðan okkar. Unnið er út frá að það séu ekki atvikin sjálf sem valda uppnáminu heldur túlkun okkar á þeim. Þeir sem kljást við þunglyndi hættir til að mynda til að túlka og meta sjálfa sig, reynslu sína og framtíðarhorfur á óraunsæjan og órökréttan hátt. HAM er fyrst og fremst gagnlegt verkfæri fyrir þá sem vilja vera meðvitaðri um hugsunarhátt sinn og hegðun, og skilja hvernig þessir þættir hafa áhrif á líðan og breyta þannig til betri vegar.

HAM er ekki óbilandi jákvæðni,heldur raunsæi og skynsemi.

Meðferðin er einstaklingsbundin og löguð að þörfum hvers og eins. Ef vandinn er margþættur getur verið þörf á annarri nálgun.

Myndband um HAM

Myndband um Þunglyndi

Ham meðferð sjálfshjálparbók

Sjálfshjálparbók:

Hér má nálgast góða sjálfshjálparbók í hugrænni atferlismeðferð sem unnin og þróuð er af geðteymi Reykjalundar.
Bókina má finna á tölvutæku formi og einnig er hún aðgengileg sem hljóðskrá.

Til sölu hérna Tölvutækt form: Hljóðskrá: