Að sýna sér samkennd er ekki ósvipað því að sýna öðrum samkennd. Hvaða meiningu leggur þú í hugtakið samkennd? Til þess að finna til samkenndar með öðrum er lykilatriði að átta sig á að þeir þjáist. Ef þú lokar augunum fyrir þeirri staðreynd og lætur sem þú sjáir ekki hve erfitt viðkomandi á í þeim aðstæðum, finnurðu ekki til samkenndar. Að finna til samkenndar þýðir að við finnum þannig til með öðrum að hjartað okkar bregst við sársauka þeirra (e. Compassion - to suffer with). Þegar þetta á sér stað finnum við til hlýju sem segir okkur að okkur sé ekki sama og að okkur langi til að hjálpa. Að finna fyrir samkennd þýðir einnig að við bjóðum fram skilning okkar og góðvild þegar aðrir gera mistök eða bregðast okkur, frekar heldur en að dæma harkalega. Að lokum þegar við finnum til samkenndar (fremur en vorkunnar) þýðir það að við séum meðvituð um að þjáning, mistök og það að vera ófullkomin er partur af sammannlegri lífsreynslu okkar allra.
Við reynum að breyta með það að leiðarljósi að verða hamingjusamari og heilbrigðari, ekki undir þeim formerkjum að við séum svo ómöguleg og þörfnumst nauðsynlega að breyta okkur. Við breytumst með því að þykja vænt um okkur sjálf , ekki með því að einblína á hversu einskisverð við erum eða óásættanleg á þessum tímapunkti. Að virða okkur sjálf og samþykkja þá staðreynd að við séum mannleg er ef til vill mikilvægasti þátturinn í að finna til samkenndar með sjálfum sér. Hlutirnir fara ekki alltaf eins og við höfum séð fyrir okkur á lífsleiðinni, við stöndum andspænis margskonar vonbrigðu, við gerum möstök, særum aðra, upplifum missi, eigin veikindi og eða annara við jafnvel upplifa á lífsleiðini að við séum lent á vegg þar sem við komumst ekki áfram. Allt er þetta partur af því að vera manneskja og við deilum þessum með restinni af okkar tegund, manneskjunni. Því betur sem þú opnar huga þinn og hjarta fyrir þessari staðreynd frekar heldur en að berjast stöðugt gegn henni, þeim mun betur ert þú í stakk búin/nn til að skynja samkennd gagnvart sjálfri/sjálfum þér og öðrum á lífsleiðinni. Sjálfsgóðvild gengur í grunninn út á að við hegðum okkur gagnvart okkur sjálfum þegar við göngum í gegnum erfiða tíma (mistök eða uppgötvum eitthvað í okkar fari sem okkur líkar ekki við) líkt og við gerum gagnvart öðrum. Í stað þess að hundsa sársaukann og bíta á jaxlinn (e. Stiff upper lip mentality), þá stöldrum við aðeins við og spyrjum okkur sjálf „þetta er virkilega erfitt hjá mér núna, hvernig get ég huggað mig? Hvernig get ég annast mig sem best á þessum augnablii?” Frekar heldur en að setjast dómarasætið og rakka okkur vægðalaust niður vegna ófullkomleika eða misbresta, þá beinum við samkenndinni að okkur sjálfum. Samkennd með okkur sjálfum þýðir að sýna okkur sjálfum skilning og hlýju þegar við stöndum andspænis eigin veikleikum. Svona þegar við spáum aðeins í því, hver segir að við þurfum að vera fullkomin? Og er það yfir höfuð hægt?
Sjálfsgóðvildin gengur út á að vera hlýr og skilningsríkur gagnvart okkur þegar við þjáumst, okkur mistekst eða við upplifum okkur á einhvern hátt lélag í stað þess að hundsa sársaukann eða húðstrýkja okkur með sjálfsgagnrýni. Þeir sem ná að tileinka sér sjálfssamkennd eru meðvitaðir um að ófullkomleiki, veikleikar og erfiðleikar eru eðlilegir þættir lífsins og óhjákvæmilegir. Þannig geta þeir tekist á við og horfst í augu við erfiða reynslu án þess að reiðast yfir að hlutirnir hafi ekki farið eins og þeir vildu. Þess í stað beita þeir sig góðvild og tala blíðlega til sín í slíkum aðstæðum. Við getum ekki alltaf orðið eða fengið það sem vuð viljum. Með því að berjast gegn þeim raunveruleika aukum við einungis á þjáningu okkar í formi streitu, vonbrigða og sjálfsgagnrýni. Þegar við aftur á móti samþykkjum ofangreindan raunveruleika með samkenndinni og góðvild að vopni, eykst tilfinningalegt jafnaðargeð okkar.
Þau vonbrigði sem geta sprottið upp af því að ekki er allt eins og við hefðum ákosið, haldast í hendur við óraunhæfa upplifun þess að við séum einangruð, þ.e. þjáumst ein eða séum óeðlilega mistæk. Allar mannverur þjást á einhverjum tímapunkti. Skilgreining þess að vera mannlegur er að við erum dauðleg, særanleg eða ófullkomin. Þess vegna er svo ríkur þáttur í sjálfssamkenndinni að gera sér grein fyrir að öll þjáumst við eða erum ófullkomin, því þetta eigum við öll sameignlegt sem mannverur. Það að við séum sammannleg þýðir því að hugsanir okkar, líðan og hegðun er undir áhrifum ytra umhverfis okkar. En hvað er ytra umhverfi okkar? Jú uppeldið okkar, menningin, genin og allar umhverfisaðstæður okkar, svo sem væntingar og hegðun annarra í okkar garð. Við erum öll mótuð af umhverfinu okkar hverju sinni og þess vegna má tala um að vera sammannleg.
Að skilja þessa sammennsku gefur okkur færnina til að leyfa okkur að slaka á dómhörkunni. Ef við hefðum raunverulega fulla stjórn á allri okkar hegðun, hversu mörg okkar myndu meðvitað óska eftir að kljást við reiðivandamál, hverslags fíknir, lamandi félagsfælni, átraskanir og svo framvegis? Margar hliðar okkar og kringumstæður í lífinu kusum við einfaldlega ekki yfir okkur sjálf heldur eru til staðar fyrir tilstilli óteljandi þátta (erfðir og umhverfi) sem við höfum enga stjórn á. Með því að átta okkur á þessu samspili okkar við umhverfið (Interdependence) verður okkur kleift að sjá að mistök okkar og erfiðleikum lífsins, þurfum við ekki að taka svo persónulega heldur getum viðurkennt hvort tveggja, án dómhörku, með samkennd og skilningi.
Núvitund gengur út á að tileinka okkur yfirvegaða nálgun á neikvæðar tilfinningar okkar þannig að andleg vanlíðan verði hvorki bæld niður né ýkt upp. Með því að tengja persónulega reynslu okkar við mun stærra samhengi en ella, skilar það sér í vilja okkar til að taka eftir neikvæðum hugsunum sem skjóta upp kollinum og jafnframt taka á móti þeim með opnum huga og af einlægni. Núvitundarhugsun dæmir ekki, heldur skoðar hugsanirnar og tilfinningarnar eins og þær koma til okkar. Við reynum ekki að afneita þeim eða bæla þær niður, vegna þess að við getum ekki hundsað sársaukann og samtímis funndið til samkenndar. Samkennd krefst þess að við förum ekki offorsi í að samsama okkur hugsunum og tilfinningum á þann hátt að við festum okkur í neikvæðum viðbrögðum sem stafa frá hugsunum okkar og líðan.
Lausleg þýðing Valgerður M Magnúsdóttir
Nánari upplýsingar hér.www.self-compassion.org
HAM meðferð
EMDR meðferð
Fjarviðtöl